Lokaerindi Steinunnar um Hallgrím

Steinunn Jóhannesdóttir flytur síðasta erindið um Hallgrím Pétursson að Rimum í Svarfarðardal fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 20:30 í fyrirlestrarröðinni í samstarfi við Húsabakkaskóla. Yfirskriftin erindisins er: Skáldið Hallgrímur Pétursson. Daginn áður miðvikudaginn 16. febrúar heimsækir hún Grunnskólann í Ólafsfirði með umfjöllun um Hallgrím sem ungling og ungan mann. Einnig verður dagskrá um Reisubók Guðríðar í samstarfi við Amtbókasafnið á Akureyri þann sama daga klukkan 17:15 sem er öllum opin eins og erindið að Rimum.