Sr. Birgir les úr bók sinni 3. nóvember

Samverustund eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. nóvember frá kl. 15-17. Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Því ekki að brosa, og Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Bænarorð flytur sr. Óskar H. Óskarsson. Búast má við hljóðfæraleik og miklum almennum söng, auk góðra veitinga. Ferðir verða frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.