15.11.2006
Sunnudaginn 19.nóvember kl.14 verður hátíðarmessa í kirkjunni. Tilefnið er afmælisdagur kirkjunnar en hún á 66 ára vígsluafmæli á þessu ári. Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt Stúlknakórnum.
10.11.2006
Klukkan 20.30 sunnudaginn 12.nóvember verður Matthíasarvaka í tali og tónum í Akureyrarkirkju.Meðal flytjenda eru Þórunn Valdimarsdóttir ævisagnaritari, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, söngvaskáldið Megas, Hilmar Örn Agnarsson organisti og Stúlknakór Akureyrarkirkju.
06.11.2006
Í dag, 6.nóvember, munu fermingarbörn um allt land ganga í hús með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Að þessu sinni beinist aðstoðin til bágstaddra í Úganda.
02.11.2006
Á sunnudaginn verður messa kl.11. Fyrsti sunnudagur í nóvember kallast allra heilagra messa og þá er látinna sérstaklega minnst. Einnig verður altarisganga. Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn.
26.10.2006
Í tilefni af því að ný biblíuþýðing er væntanleg í vetur verða teknir fyrir nokkrir textar og bornir saman, rætt um þýðingu þeirra og merkingu, og þeir skoðaðir í samhengi sínu og dreginn lærdómur af þeim fyrir samfélag, kirkju og einstaklinga.
25.10.2006
Sunnudaginn 29.október nk.verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl.11. Barnakórar kirkjunnar koma fram og syngja. Prestur er sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Súpa og brauð á eftir í Safnaðarheimili.
24.10.2006
Síðastliðna helgi fóru 19 ungmenni úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, ÆFAK, á Landsmót Þjóðkirkjunnar.Hópurinn fór ásamt sr.Sólveigu Höllu og Ölmu Guðnad.leiðtoga.
17.10.2006
Í samantekt frá organista kirkjunnar, Eyþóri Inga Jónssyni, kemur fram að á tímabilinu 1.maí til 15.október voru sextíu mismunandi sálmar sungnir í sunnudagsguðsþjónustum.
16.10.2006
Sunnudaginn 22.október verður guðsþjónusta kl.11.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.Sóknarnefndarfólk les ritningarlestra.Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur Eyfirðinga, og organisti er Arnór B.
12.10.2006
Þessa dagana er Jón Ásgeir Sigurvinsson, guðfræðingur, í starfsþjálfun í Akureyrarkirkju. Þjálfunin gengur út á að kynnast sem flestum liðum starfsins í kirkjunni.