12.06.2006
Í júní, júlí og ágúst skiptast sunnudagsmessurnar á að vera kl.11 og kl.20:30. Er þetta gert til að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í helgihaldinu í sumar.
05.06.2006
Á sjómannadaginn, 11.júní, kl.11 verður árleg sjómannamessa. Kvennakór Akureyrar leiðir sönginn við undirleik Arnórs B.Vilbergssonar organista. Sjómenn lesa ritningarlestra og látinna sjómanna verður sérstaklega minnst í messunni.
30.05.2006
Á hverju sumri koma tugir þúsunda ferðamanna í Akureyrarkirkju.Kirkjan hefur verið opin til klukkan 17 á daginn yfir sumarið en frá 1.júní verður boðið upp á aukna þjónustu við ferðafólk og alla þá sem hennar vilja njóta.
26.05.2006
Fermingarmessa verður laugardaginn 27.maí kl.10:30. Stúlknakór Akureyrarkirkju leiðir sönginn. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sr.Sólveig Halla, sr.Svavar og sr.Óskar þjóna fyrir altari.
23.05.2006
Guðsþjónusta verður að venju á sunnudaginn kl.11 í Akureyrarkirkju. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.
23.05.2006
Á uppstigningardag, sem jafnframt er Dagur aldraðra í kirkjunni, verður guðsþjónusta kl.14. Kór eldri borgara syngur við undirleik Arnórs Vilbergssonar. Haukur Ágústsson prédikar.
17.05.2006
Á héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis, sem haldinn var í Hrafnagili, 6.maí sl.voru kynntar skýrslur sókna í umdæminu. Þar kemur fram að 123 börn voru skírð í Akureyrarsókn á árinu 2005, útfarir voru 69 talsins og hjónavígslur 27.
16.05.2006
Á fimmta sunnudegi eftir páska verður guðsþjónusta að venju kl.11. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn. Sóknarnefndarfólk les ritningarlestra og tekur á móti fólki í kirkjudyrum.
12.05.2006
Þessa dagana er verið að uppfæra vefstjórnarforrit Akureyrarkirkju og af þeim sökum kunna að verða tafir á að upplýsingar séu settar inn á heimasíðuna.Beðist er velvirðingar á þessu, en síðan ætti að vera komin í samt lag innan skamms.
05.05.2006
Sem kunnugt er þá eru páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, stærst allra hátíða hinna kristnu.Páskatíminn nær allt til hvítasunnu og dagarnir fjörtíu frá páskum til uppstigningardags kölluðust til forna gleðidagar.