Sunnudagur 18. nóvember, kirkjudagur

Akureyrarkirkja var vígð 17. nóvember 1940, og er kirkjudagurinn haldinn hátíðlegur árlega á þeim sunnudegi sem næstur er vígsludegi kirkjunnar í tilefni af afmælinu verður Hátíðarmessa  sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.00.  Björn Steinar Sólbergsson kveður söfnuðinn.  Félagar úr messuhópi aðstoða við messuna.  Allur Kór Akureyrarkirju syngur og organistar eru þeir Eyþór Ingi Jónsson og Björn Steinar Sólbergsson.  Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Kvenfélag Akureyrarkirkju hefur um árabil annast hátíðarkaffi og verður það haldið ásamt lukkupakkasölu að messu lokinni.