Samvera fyrir foreldra fermingarbarna í Eyjafirði

Samvera fyrir foreldra fermingarbarna fimmtudaginn 25. október kl. 20.00.  Akureyrarkirkja í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi býður foreldrum fermingarbarna á Eyjafjarðarsvæðinu til samveru í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.  Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, flytur erindi sem hún kallar, "Stúlkur og drengir og kynjahlutverkin."  Umræður og fyrirspurnir.  Boðið verður uppá molasopa, og gert er ráð fyrir að semverunni ljúki um kl. 21.00.  Allir velkomnir.