Tónleikar

Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.00 verða haldnir tónleikar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, þar sem þeir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson flytja lög úr Íslenzku söngvasafni (Fjárlögunum) og bókaflokknum lög og ljóð, og mun sr. Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur flytja inngang. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-.  Allir velkomnir.