Regnbogamessa í Akureyrarkirkju

Regnbogamessa í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. október kl. 20.00.  Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands flytur hugvekju og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur.  Fulltrúar frá nýstofnuðum hópi ungliða Samtakanna 78 á Norðurlandi flytja stutt ávörp og atriði.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.  Kórinn og Páll Óskar syngja saman.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Samverustund með léttum veitingum verður í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.