Kirkjulistavika í apríl

Kirkjulistavika 2005 verður dagana 17.-24. apríl næstkomandi og er þetta í níunda skipti sem Listvinafélag Akureyrarkirkju heldur slíka kirkju- og menningarhátíð í samvinnu við ýmsa aðila. Að vanda taka fjölmargir listamenn þátt í Kirkjulistavikunni, en markmið hennar er að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum og nærsveitamönnum kost á að njóta þar góðra lista. Kirkjulistavika er haldin annað hvert ár. Dagskrána má skoða með því að smella á tengilinn hér til vinstri, "Kirkjulistavika 2005". Meðal helstu atriða að þessu sinni má nefna fjölskylduguðsþjónustu og lokahátíð sunnudagaskólans, leirverkasýningu Hrefnu Harðardóttur í hinni nýuppgerðu kapellu Akureyrarkirkju, flutning Stúlknakórs Akureyrarkirkju og Kammerkórs Biskupstungna á Gloríu eftir Vivaldi, djasstónleika Björns Thoroddsens og félaga í Safnaðarheimilinu, vorferð eldri borgara á sumardaginn fyrsta, aftansöng og æðruleysismessu. Einnig skal getið guðsþjónustu þar sem einsöngvarar, kór og kammersveit flytja kantötu eftir Bach og síðast en ekki síst hátíðartónleika, þar sem Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Voces Thules og organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson flytja verk eftir Widor og Duruflé.

Kirkjulistavika 2005 verður dagana 17.-24. apríl næstkomandi og er þetta í níunda skipti sem Listvinafélag Akureyrarkirkju heldur slíka kirkju- og menningarhátíð í samvinnu við ýmsa aðila. Að vanda taka fjölmargir listamenn þátt í Kirkjulistavikunni, en markmið hennar er að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum og nærsveitamönnum kost á að njóta þar góðra lista. Kirkjulistavika er haldin annað hvert ár.

Meðal helstu atriða að þessu sinni má nefna fjölskylduguðsþjónustu og lokahátíð sunnudagaskólans, leirverkasýningu Hrefnu Harðardóttur í hinni nýuppgerðu kapellu Akureyrarkirkju, flutning Stúlknakórs Akureyrarkirkju og Kammerkórs Biskupstungna á Gloríu eftir Vivaldi, djasstónleika Björns Thoroddsens og félaga í Safnaðarheimilinu, vorferð eldri borgara á sumardaginn fyrsta, aftansöng og æðruleysismessu. Einnig skal getið guðsþjónustu þar sem einsöngvarar, kór og kammersveit flytja kantötu eftir Bach og síðast en ekki síst hátíðartónleika, þar sem Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Voces Thules og organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson flytja verk eftir Widor og Duruflé.

Fastir liðir á borð við morgunsöng, mömmumorgun og kyrrðarstund verða á sínum stað. Nánar er fjallað um Kirkjulistaviku og einstaka dagskrárliði í nýjasta tölublaði Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju, sem lesa má með því að smella á hnappinn "Tenglar" hér til vinstri.