30.03.2008
Æðruleysismessa verður á sunnudaginn kl.20. Eiríkur Bóasson, Stefán Ingólfsson og Inga Eydal leiða sönginn. Kaffisopi og
myndasýning frá Kanaríferð í Safnaðarheimilinu á eftir.
24.03.2008
Víðþekktur rússneskur kór TRETYAKOV syngur á Akureyri annan í páskum, 24.mars n.k. Það er einstakt tækifæri, sem
þarna býðst, að hlýða á óviðjafnanlegan rússneskan söng.
19.03.2008
Fimmtudagurinn 20.mars, skírdagur Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.12.00.Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Kvöldmessa kl.20.00. Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson. Endurminning síðustu kvöldmáltíðarinnar.
09.03.2008
Sunnudagaskóli í kapellu kl.11.00.Hátíðarmessa kl.14.00. Predikun: Jóna Lovísa Jónsdóttir. Óskar Pétursson syngur. Allur Kór
Akureyrarkirkju syngur, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
06.03.2008
Laugardaginn 8.mars fer fram málþing í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst það kl.13.30, yfirskrift þess er " Kirkja og
skóli". .
06.03.2008
Ræðumaður: Jóna Lovísa Jónsdóttir, starfsmaður Kirkjubæjar við Ráðhústorg. Kristjana Arngrímsdóttir
og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal sjá um tónlistina.
06.03.2008
Föstuvaka í Akureyrarkirkju kl.20.00. Sr.Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, annast stundina. Kór Akureyrarkirkju syngur.
13.01.2008
Guðsþjónusta í kapellu kl.11.00. Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson. Félagar úr messuhópi aðstoða.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Súpa og brauð á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.
10.01.2008
Fimmtudaginn 10.janúar n.k.verður opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð.Innlegg fundarins verður
"Að horfa fram á við eftir nýliðna hátíð".Allir hjartanlega velkomnir.
02.01.2008
Athygli skal vakin á því að barna- og unglingastarf kirkjunnar hefst ekki fyrr en miðvikudaginn 23.janúar, en barnakórarnir hefja
starfið aftur fimmtudaginn 10. janúar. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Akureyrarkirkju.