Kristin íhugun á Möðruvöllum 17. janúar

Laugardaginn 17. janúar 2009 verður sérstök kynning á íhugunar- og bænaaðferðinni Centering prayer á Möðruvöllum í Hörgárdal, kl. 10.00-15.00. Leiðbeinandi er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknaefni og leiðbeinandi í Centering prayer.

Skráning fer fram hjá sr. Guðrúnu Eggertsdóttur í síma 860-0545 eða gudrune@fsa.is , sr. Solveigu Láru í síma 462-1963 eða srslara@ismennt.is ,
og í Kirkjubæ við Ráðhústorg í síma 462-6680 (kl. 11.00-15.00).
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Centering Prayer byggir á aldagamalli hefð sem endurvakin var upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu um heiminn síðan þá. Bænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Centering prayer er ljúf nálgun við Guð þar sem orð eru óþörf. Við kyrrum hugann, opnum hug okkar og hjörtu fyrir Guði sem umbreytir okkur í þögninni. Við hlustum eftir og tökum á móti nærveru og kærleiksríkri verkan Guðs í lífi okkar. Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað.

Alla miðvikudaga er síðan boðið upp á bænasamveru í kapellu FSA
kl. 17.00-18.00.


Allt áhugafólk um kristna íhugun og bæn velkomið.