Mamma Mia

Á næstu vikum hyggst eldri barnakór Akureyrarkirkju (5.-7. bekkur) æfa lög úr söngleiknum Mamma Mia, sem flutt verður á Kirkjulistaviku í maí nú í vor.
Æfingar kórsins eru á fimmtudögum og hefjast kl. 16.15 og eru áhugasamir hvattir til að mæta á æfinguna næstkomandi fimmtudag.