Starf kirkjunnar á nýju ári

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samfylgdina á liðnu ári, viljum við vekja athygli á að barnastarf kirkjunnar hefst með sunnudagaskóla, næstkomandi sunnudag, 11. janúar kl. 11.00.
Kirkjuprakkarar, TTT og ÆFAK byrja svo miðvikudaginn 14. janúar.
Barnakórar kirkjunnar hefja starf sitt fimmtudaginn 8. janúar, á sama tíma og verið hefur, en aðrir kórar hefja starfið í næstu viku.
Fermingarfræðslan hefst þriðjudaginn 13. janúar kl. 15.00 og mætir þá
hópur I, Brekkuskóli.