Fréttir

Vel heppnuð samvera eldri borgara

Húsfyllir var á samveru eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudag.Um 160 manns sóttu samkomuna.

Föstuvaka í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20:30

Föstuvaka er nú haldin í þriðja skiptið í Akureyrarkirkju Þar íhugum við píslargöngu Jesú Krists í tali og tónum og leiðum hugann að þeim sem þjást í þessum heimi.

Mömmumorgunn með sr. Solveigu Láru í Safnaðarheimili kl. 10

Metaðsókn varð á mömmumorgun í morgun þar sem mæður hlustuðu á erindi sr.Solveigar Láru Guðmundsdóttur um kristna íhugun, æfðu sig í kapellu og gæddu sér á dýrindis marsipantertu en börnin fengu súkkulaðitertu og safa.

Kirkjuvika 2002

Kirkjuvika stendur nú yfir í Akureyrarkirkju en henni lýkur n.k.sunnudag.Dagskráin er mjög fjölbreytt og má nefna tvenna tónleika, föstuvöku, málþing og hátíðarmessu.

Vel heppnaðir tónleikar Andreu og Kjartans

Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdemarsson fóru á kostum á tónleikum kirkjuviku í gærkvöldi.

Tónleikar Andreu Gylfadóttur og Kjartans Valdimarssonar í kirkjuviku

Í kvöld kl.20:.30 halda Andrea Gylfadóttir, söngkona og Kjartan Valdimarsson, djasspíanisti, tónleika á vegum kirkjuviku 2002.Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og aðgangur að tónleikunum er ókeypis!.

Messa með léttri tónlist að kvöldi æskulýðsdagsins

Messa með léttri tónlist verður í Akureyrarkirkju í kvöld kl.20:30.Unglingakór kirkjunnar og Andrea Gylfadóttir syngja við fjölbreyttan undirleik.Félagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar taka þátt í messunni.

Ný heimasíða Akureyrarkirkju opnar í dag

Starf kirkjunnar sýnir sífellt betur að kirkjan er hluti
upplýsingasamfélagsins.Ný tækni í miðlun upplýsinga eykur möguleika kirkjunnar á að koma sér á framfæri, verða sýnileg og leggja sitt af mörkum til skoðanaskipta.