Föstuvaka í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20:30

Föstuvaka er nú haldin í þriðja skiptið í Akureyrarkirkju Þar íhugum við píslargöngu Jesú Krists í tali og tónum og leiðum hugann að þeim sem þjást í þessum heimi.
Föstuvaka er nú haldin í þriðja skiptið í Akureyrarkirkju Þar íhugum við píslargöngu Jesú Krists í tali og tónum og leiðum hugann að þeim sem þjást í þessum heimi. <br><br><br> <br>Flutt verður tónlist eftir Camille Saint Saëns, Róbert A. Ottósson, Johann Sebastian Bach, Jón Hlöðver Áskelsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Max Reger. Einnig verða fluttir þættir úr Stabat Mater eftir Giovanni Batista Pergolesi og Litanía Bjarna Þorsteinssonar. Þá verður sungið úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar í almennum söng. <br> <br>Prestur á föstuvöku er sr. Svavar A. Jónsson en lesarar með honum verða þau sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, Heiðdís Norðfjörð, meðhjálpari og Laufey Brá Jónsdóttir, leikkona. <br> <br>Lesnir verða textar sem tengjast píslardauða frelsarans og minna á þá sem líða í veröldinni, bæði í bundnu máli og óbundnu. <br> <br>Kór Akureyrarkirkju syngur, einsögvarar verða þær Björg Þórhallsdóttir, sópran og Þuríður Baldursdóttir, alt. Forsöngvari er Sveinn Arnar Sæmundsson en organisti og kórstjóri Björn Steinar Sólbergsson. <br> <br> <br>