Kirkjuvika 2002

Kirkjuvika stendur nú yfir í Akureyrarkirkju en henni lýkur n.k. sunnudag. Dagskráin er mjög fjölbreytt og má nefna tvenna tónleika, föstuvöku, málþing og hátíðarmessu. Sjá nánar um dagskrá kirkjuviku.Kirkjuvika stendur nú yfir í Akureyrarkirkju en henni lýkur n.k. sunnudag. Dagskráin er mjög fjölbreytt og má nefna tvenna tónleika, föstuvöku, málþing og hátíðarmessu. Sjá nánar um dagskrá kirkjuviku.<br><br>Miðvikudagur 6. mars. <br> <br>Á mömmumorgni kl. 10 ræðir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir við foreldra um ¿kristna íhugun". Í tilefni kirkjuviku verður boðið upp á marsipantertu með kaffinu. <br> <br>Föstuvaka verður í kirkjunni kl. 20:30. Efni hennar, Líðandi Guð og líðandi heimur, tengist allt föstunni. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson og lesarar Guðmundur Guðmundsson, Heiðdís Norðfjörð og Laufey Brá Jónsdóttir <br> Flytjendur tónlistar: Kór Akureyrarkirkju, Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir, sópran, og Þuríður Baldursdótir, alt. Forsöngvari: Sveinn Arnar Sæmundsson. Organisti og kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson. <br> <br>Fimmtudagur 7. mars. <br> <br>Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12:00. <br>Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðarheimili. <br> <br>Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15:00 í Safnaðarheimili. Ræðumaður: Gunnar Eyjólfsson, leikari. Jón Árni Sigfússon leikur á harmonikku og hópur ungs fólks verður með tónlistaratriði. Sr. Svavar A. Jónsson flytur bænarorð. Kaffiveitingar á vægu verði. Boðið er upp á akstur til og frá kirkju og fer bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Allir eru hjartanlega velkomnir! <br> <br>Laugardagur 9. mars. <br> <br>Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12:00. Björn Steinar Sólbergsson, organisti, leikur verk eftir Lubeck, Duruflé og Mendelssohn. Lesari er sr. Svavar A. Jónsson. <br> <br>Hádegishressing til sölu í Safnaðarheimili eftir tónleika. <br> <br>Málþing um manngildi og mannréttindi á viðsjárverðum tímum hefst í Safnaðarheimili kl. 13:30. Frummælendur verða dr. Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. <br>Þingstjóri verður Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV. <br> <br>Sunnudagur 10. mars <br> <br>Sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl. 11:00. Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og strengjasveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri leikur nokkur lög undir stjórn Pawel Panasiuk. <br> <br>Hátíðarmessa verður í Akureyrarkirkju kl. 14:00. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir prédikar og sr. Svavar A. Jónsson þjónar fyrir altari. Ingunn Björk Jónsdóttir, djákni, verður sett inn í embætti í Akureyrarsókn. . M.a. verður flutt tónlist eftir Jóhann Ó. Haraldsson og þess minnst að í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Kór Akureyrarkirkju syngur. Forsöngvari verður Sigrún Arna Arngímsdóttir. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. <br> <br>Kaffisala verður í Safnaðarheimili eftir messu, til styrktar Þýskalandsferð Unglingakórs Akureyrarkirkju. <br> <br> <br> <br>