Vel heppnaðir tónleikar Andreu og Kjartans

Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdemarsson fóru á kostum á tónleikum kirkjuviku í gærkvöldi.Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdemarsson fóru á kostum á tónleikum kirkjuviku í gærkvöldi.<br><br>Á annað hundrað manns mættu á tónleikana. Þar var meðal annars frumflutt Ave Maria, sem tónlistarmennirnir hafa samið. Viðtökur áheyrenda voru frábærar og ætlaði lófaklappinu seint að linna í kirkjunni.