Mömmumorgunn með sr. Solveigu Láru í Safnaðarheimili kl. 10

Metaðsókn varð á mömmumorgun í morgun þar sem mæður hlustuðu á erindi sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur um kristna íhugun, æfðu sig í kapellu og gæddu sér á dýrindis marsipantertu en börnin fengu súkkulaðitertu og safa.Metaðsókn varð á mömmumorgun í morgun þar sem mæður hlustuðu á erindi sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur um kristna íhugun, æfðu sig í kapellu og gæddu sér á dýrindis marsipantertu en börnin fengu súkkulaðitertu og safa.<br><br>Tæplega 50 mæður og börn mættu á mömmumorgun. Eftir erindi sr. Solveigar Láru var æfing í kristinni íhugun í kapellu. Yngstu börnin fylgdu mæðrum sínum en starfsfólk kirkjunnar gætti þeirra eldri. Allt gekk þetta með ágætum en sumir urðu fegnir að sjá mömmu aftur!