Ný heimasíða Akureyrarkirkju opnar í dag

Starf kirkjunnar sýnir sífellt betur að kirkjan er hluti
upplýsingasamfélagsins. Ný tækni í miðlun upplýsinga eykur möguleika kirkjunnar á að koma sér á framfæri, verða sýnileg og leggja sitt af mörkum til skoðanaskipta.
Starf kirkjunnar sýnir sífellt betur að kirkjan er hluti <br>upplýsingasamfélagsins. Ný tækni í miðlun upplýsinga eykur möguleika kirkjunnar á að koma sér á framfæri, verða sýnileg og leggja sitt af mörkum til skoðanaskipta. <br><br><br>Það er von okkar að heimasíða Akureyrarkirkju geti sem best þjónað ofangreindum markmiðum. Með henni viljum við upplýsa almenning um hið þróttmikla og fjölbreytta starf, sem unnið er í kirkjunni og stofna til samræðu við samtíðina um það. Hitt má þó ekki gleymast, að persónuleg og bein samskipti eru undirstöður alls kirkjulegs starfs. Það þrífst fyrst og fremst í nærsamfélagi. "Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra," segir Jesús (Matteus 18, 20). Við biðjum þess að heimasíða Akureyrarkirkju verði til þess að efla samskipti manna, bæði við menn og Guð. <br>