Fréttir

Sunnudagur 9. desember, 2. sunnudagur í aðventu

"Betlehem í brasi"   Aðventuguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00 með þátttöku sunnudagaskólabarna.  Leikhópur úr Brekkuskóla syngu lög úr söngleiknum "Kraftaverk á Betlehemstræti".

Tónleikar

Tónleikar Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jónssonar sem vera áttu fimmtudaginn 6.desember, falla niður.

Opið hús fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 6.desember frá kl.15.00 er opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Gestur fundarins er Bjarni Guðleifsson.Björg Þórhallsdóttir flytur hugljúfa jóla og aðventutónlist.

Sunnudagur 2. desember, 1. sunnudagur í aðventu

Messa kl.11.00.  Sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.  Súpa og brauð á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir messuna.

Laugardagur 1. desember

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn.  Blysför leggur af stað frá Ráðhústorgi kl.18.00, gengið verður upp í Akureyrarkirkju.Abendmusiken í Akureyrarkirkju kl.20.00.  Kvöldtónleikar að hætti Lübeckbúa um aldamótin 1700.

Fimmtudagur 29. nóvember

Jólatónleikar kl.20.00.  KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja mörg af okkar ástsælustu jólalögum, ásamt því að seilast í lög úr lagasjóði sínum.  Miða á tónleikana er hægt að nálgast á midi.

Sunnudagur 25. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00.  Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.  Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.  Englar eru þema guðsþjónustunnar.  Mikill söngur, biblíubrúður og brúðuleikrit.

Sunnudagur 18. nóvember, kirkjudagur

Akureyrarkirkja var vígð 17.nóvember 1940, og er kirkjudagurinn haldinn hátíðlegur árlega á þeim sunnudegi sem næstur er vígsludegi kirkjunnar í tilefni af afmælinu verður Hátíðarmessa  sunnudaginn 18.

Sunnudagur 11. nóvember

Guðsþjónusta kl.11.00.  Sr.Guðmundur Guðmundsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða við guðsþjónustuna og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Arnórs B.

Samhygð, opið hús

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, fimmtudaginn 8.nóvember kl.20.00.  Innlegg á fundinum verður "Börn og sorg".  Allir velkomnir.