Laugardagur 1. desember

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn.  Blysför leggur af stað frá Ráðhústorgi kl. 18.00, gengið verður upp í Akureyrarkirkju.

Abendmusiken í Akureyrarkirkju kl. 20.00.  Kvöldtónleikar að hætti Lübeckbúa um aldamótin 1700.  Tónlist eftir: Dieterich Buxtehude, Henry Purcell, Giovanni Battista Pergolesi, Johann Crüger og J.S. Bach.  Flytjendur á tónleikunum er Hymnodia - Kammerkór, ásamt einsöngvurum úr kórnum, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, alt,  Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla,  Marcin Lazarz, fiðla,  Ásdís Arnarsdóttir, selló, og Eyþór Ingi Jónsson, orgel og stjórnandi.