Sunnudagur 22. júlí

Messa kl. 11.00. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Tekinn verður í notkun nýr hökull, gerður af Herder Anderson Hlíðar og gefinn til minningar um Guðbrand og Jóhann Hlíðar. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sumartónleikar kl. 17.00.  Flytjendur eru Sólbjörg Björnsdóttir, sópran, Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari.  Aðgangur ókeypis.

Kvöldkirkjan: Helgistund kl. 20.00. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Margrét Brynjarsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson syngja og leiða söng. Eigum notalega stund í kirkjunni, allir velkomnir.