Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Fjórðu tónleikar í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 22. júlí kl. 17.  Flytjendur eru Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, Sólbjörg Björnsdóttir, sópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari.  Á efnisskránni er afar fjölbreytt tónlist, allt frá íslenskum söngperlum til kantötu eftir meistarann Buxtehude.  Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.