Fréttir

Fermingarfræðsla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 4.október kl.15.00, verður samvera fyrir fermingarbörn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Þangað eru öll fermingarbörn boðuð.Góður gestur kemur á fundinn, hinn 30 ára Malavíbúi Innocent Kaphinde.

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Í vetur verður sú breyting á að samverur eldri borgara verða á þriðjudögum en ekki fimmtudögum eins og verið hefur og verður fyrsta samveran þennan veturinn næstkomandi þriðjudag, 2.

Sunnudagur 30. september

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Sellókvartett frá Tónlistarskólanum á Akureyri spilar.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Vinasöfnuður Akureyrarkirkju í Kapkori, Kenýa

Akureyrarkirkja á vinasöfnuð í Kapkori, Kenýa.Við fórum af stað í vor með söfnun fyrir þaki á kirkju safnaðarins og erum við komin vel af stað með þá söfnun.Byrjað var að hafa samskot í messum og munum við halda því áfram nú í vetur til styrktar þessu verkefni.

Sunnudagur 23. september

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.11.00.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl.20.00.Prestur er sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.

Æskulýðsfélagið Aksjón

Fyrsta samvera Æskulýðsfélagsins Aksjón, ætlað öllum 8.bekkingum, verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á fimmtudögum í vetur og hefst kl.17.00, eða strax að fermingarfræðslu lokinni.

Fermingarfræðslan að hefjast

Fyrsti fermingarfræðslutími vetrarins er fimmtudaginn 20.september og mætir hópur I (Brekkuskóli) í Safnaðarheimilið kl.15.00.Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna má finna hér.

Krílasálmanámskeið í kapellu Akureyrarkirkju

Föstudaginn 21.september hefst að nýja tónlistarnámskeið í Akureyrarkirkju sem ber heitið Krílasálmar.Þetta er í fimmta sinn sem slíkt námskeið er haldið í kirkjunni en námskeiðið er ætlað foreldrum 3-12 mánaða ungbarna og markmiðið er að kenna foreldrum hvernig nota má tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra.

Prestvígsla á Hólum í Hjaltadal

Hólabiskup sr.Solveig Lára Guðmundsdóttir vígir Sunnu Dóru Möller guðfræðing til prests í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 16.september næstkomandi.Vígslan, sem er öllum opin, hefst kl.

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju

Nú er komið út nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju, blaðinu er dreift í öll hús á Akureyri. En einnig er hægt að skoða Safnaðarblöð Akureyrarkirkju með því að smella hér .