Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Í vetur verður sú breyting á að samverur eldri borgara verða á þriðjudögum en ekki fimmtudögum eins og verið hefur og verður fyrsta samveran þennan veturinn næstkomandi þriðjudag, 2. október kl. 15.00, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Að þessu sinni ætlar Ásta Garðarsdóttir að koma og segja frá ferð sinni um Ástralíu og Nýja Sjáland. Tveir kennarar frá Háskólanum á Akureyrir þeir Hermann Óskarsson og Kjartan Ólafsson koma einnig í heimsókn og auðvitað verður hægt að fá kaffi og kökur.

Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.