Fermingarfræðsla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 4. október kl. 15.00, verður samvera fyrir fermingarbörn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þangað eru öll fermingarbörn boðuð. Góður gestur kemur á fundinn, hinn 30 ára Malavíbúi Innocent Kaphinde.

Innocent ætlar að segja frá lífi sínu í Malaví og hvernig verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar þar hafa breytt aðstæðum fólks. Auk þess mun hann spila fyrir okkur og syngja.

Þann 1. nóvember ætla fermingarbörn á Íslandi að ganga í hús og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Heimsókn Innocents er til að undirbúa það átak og því er mikilvægt að börnin mæti og taki vel á móti honum.