Prestvígsla á Hólum í Hjaltadal

Hólabiskup sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígir Sunnu Dóru Möller guðfræðing til prests í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 16. september næstkomandi. Vígslan, sem er öllum opin, hefst kl. 16.00 í Hóladómkirkju.

Vígsluvottar verða: Sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Bjarni Karlsson og sr. Svavar Alfreð Jónsson, sem jafnframt lýsir vígslu. Sr. Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hólum, þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, Hjalti Jónsson, tenór, syngur einsöng og organisti verður Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.