Sunnudagaskólahátíð ÆSKEY 19.nóvember

Nú á sunnudaginn býður ÆSKEY til hátíðar sem hefst í Brekkuskóla kl. 10 með Pálínuboði. Venjan í Pálínuboðum er sú að hver og einn kemur með eitthvað góðgæti með sér og leggur á sameiginlegt hlaðborð sem allir gestir njóta síðan af. Ekki þarf að koma með mikið með sér og getur það verið hvað sem er, kleinur, jólakaka, kex eða annað gott í maga. Kaffi, mjólk og djús verður á staðnum. Ætlunin er að eiga góða stund  við spjall, söng og börnunum verður einnig boðið að föndra eftir morgunmatinn. Að honum loknum, rétt fyrir klukkan 11, rölta allir niður í kirkju þar sem sunnudagaskólinn verður, í umsjón sr. Sólveigar Höllu, Tinnu, Öbbu, Elínar og Piu, leiðtoga í barnastarfi Akureyrar- og Glerárkirkju. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og hvetjum við fólk til að fjölmenna og eiga með okkur góða stund á sunnudagsmorguninn.