06.11.2006
Í dag, 6. nóvember, munu fermingarbörn um allt land ganga í hús með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Að þessu sinni beinist aðstoðin til bágstaddra í Úganda. Fermingarbörnin fá fræðslu um ástandið þar í máli og myndum. Síðan fara þau í hús, tvö og tvö, saman með baukana og biðja um stuðning til Hjálparstarfsins. Tökum vel á móti fermingarbörnunum í dag!