Kirkjudagurinn: Hátíðarmessa kl. 14

Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 verður hátíðarmessa í kirkjunni.  Tilefnið er afmælisdagur kirkjunnar en hún á 66 ára vígsluafmæli á þessu ári.  Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt Stúlknakórnum.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.  Félagar úr Soroptimistaklúbbi Akureyrar lesa ritningarlestra.  Prestar eru sr. Svavar A. Jónsson, sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Að venju stendur svo Kvenfélag Akureyrarkirkju fyrir veglegu kaffisamsæti í Safnaðarheimilinu á eftir.  Kaffið er liður í fjáröflun félagsins.  Allir velkomnir.