Allra heilagra messa 5. nóvember

Á sunnudaginn verður messa kl. 11.  Fyrsti sunnudagur í nóvember kallast allra heilagra messa og þá er látinna sérstaklega minnst.  Einnig verður altarisganga.  Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn.  Félagar frá Soroptimistaklúbbi Akureyrar lesa ritningarlestra. Organisti er Arnór B. Vilbergsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Sunnudagaskóli á sama tíma í Safnaðarheimilinu.  Súpa og brauð á eftir.  Allir velkomnir!