Fyrsti sunnudagur í aðventu: Guðsþjónusta og aðventukvöld

Sunnudaginn 3. desember, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, verður guðsþjónusta kl. 11.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Svavar A. Jónsson.  Sunnudagaskóli á sama tíma.  Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.  Um kvöldið kl. 20:30 verður svo hið árlega Aðventukvöld í kirkjunni.  Ræðumaður verður Björn Þorláksson, fréttamaður og rithöfundur.  Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar.  Aðventan byrjar í kirkjunni - allir velkomnir!