Fréttir

Mánudagar gegn mæðu

Fimmta og síðasta samveran í röðinni, "Mánudagar gegn mæðu", verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, mánudaginn 24.nóvember kl.20.00.Að þessu sinni mun Dr.Björg Bjarnadóttir, sálfræðingur, tala um vonina.

Fyrsta plata Hymnodiu komin út

Loksins er komið að því! Fyrsta plata Hymnodiu er komin út! Fyrstu viðtökur lofa mjög góðu.Platan þykir fyrsta flokks bæði hið innra og ytra.Henni verður dreift í verslanir á næstu dögum en einnig er hægt að panta eintak með því að senda póst á netfangið hymnodia@akirkja.

Mánudagar gegn mæðu

Fjórða samveran í röðinni "Mánudagar gegn mæðu" er í dag, mánudaginn 17.nóvember kl.20.00, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Þar fjallar Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráðgjafi, um fjölskylduna og mikilvægi hennar.

Kirkjudagur, 16. nóvember

Næstkomandi sunnudag er árlegur kirkjudagur í Akureyrarkirkju.Þar verður mikið um dýrðir, dagskráin hefst með sunnudagaskóla í kapellu kirkjunnar kl.11.00.Klukkan 14.00 er svo hátíðarmessa í kirkjunni.

Mánudagar gegn mæðu

Þriðja samveran í röðinni "Mánudagar gegn mæðu" er næstkomandi mánudag, 10.nóvember kl.20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Þar fjallar Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, um Syndirnar sjö.

Stoppleikhópurinn

Síðastliðinn sunnudag kom Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskólann og sýndi okkur leikritið Ósýnilegi vinurinn, um hundrað manns komu að sjá sýninguna sem var afar skemmtileg og þökkum við Stoppleikhópnum fyrir.

Flækingur

Laugardaginn 8.nóvember halda þeir Heimir Bjarni Ingimarsson, baritón og Aladár Rácz, píanóleikari, tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju, stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson.

Samvera eldri borgara

Á morgun, fimmtudaginn 6.nóvember kl.15.00, er samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Gestur er Auður Guðjónsdóttir, kennar.Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Mánudagar gegn mæðu

Næstu mánudaga verður efnt til samvera í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni ,, Mánudagar gegn mæðu".Þar verða umræður um stöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur og enda þótt samverurnar eigi sér stað í skugga kreppu vilja aðstandendur þeirra láta þær fara fram í ljósi góðra vona.

Sunnudagurinn 2. nóvember

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl.11.00.Stoppleikhópurinn kemur í heimsókn og sýnir leikritið Ósýnilegi vinurinn.Allir velkomnir.Allra heilagra messa kl.