Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju lauk í gær með afar vel heppnuðum tónleikum. Tónleikar sumarsins voru alls fjórir og voru tónleikagestir um 450 talsins. Flytjendur í ár voru Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona, kammerkór Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, ásamt stjórnanda sínum Herði Áskelssyni, Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikar, Christoph Pülsch, orgelleikar frá Þýskalandi, Mariya Semotyuk, flautuleikari frá Úkraínu og David Schlaffke, orgelleikari frá Þýskalandi.
Eins og sjá má komu listamennirnir víða að og fluttu afar fjölbreytta tónlist, allt frá lágstemmdum íslenskum þjóðlögum til kraftmikillar tuttugustu aldar orgelverka. Áheyrendur komu líka víða að, allt frá Eyrarlandsvegi til Víetnam, og það gleður okkur að geta boðið gestum kirkjunnar upp á ókeypis tónlistarflutning frábærra listamanna.