Hjónin David Schlaffke, organisti frá Þýskalandi, og Mariya Semotyuk, flautuleikari frá Úkraínu, eru flytjendur á
Sumartónleikum
í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 26. júlí kl. 17.00.
Þau hjónin hafa bæði unnið til verðlauna fyrir tónlistarflutning,
haldið fjölda tónleika víða um lönd og hlotið mikið hrós fyrir vandaðan leik. Á efnisskránni er tónlist eftir Bach, Rheinberger
og fleiri.
Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.