Sunnudagur 27. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00,
lokahátíð barnastarfsins.

Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir. Flutt verður atriði úr söngleiknum Tumi tímalausi.
Pizzaveisla í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hjalti Jónsson annast tónlistina.
Kaffisopi í Safnaðarheimilinu eftir messuna.