Óskalagatónleikar

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, heldur sína árlegu óskalagatónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17.00.

Eyþór hefur valið fjölbreytta tónlist úr miklum fjölda óskalaga sem honum hafa borist.  M.a. spilar hann Queen, Jón Múla Árnason, Mark Knopfler, Sigfús Halldórsson, Bach, Bítlana, íslensk sönglög, harmonikkutónlist, sálmaspuna og ný lög eftir Kristinn Inga Pétursson og Zbigniew Zuchowicz.

Tónleikagestir geta fært sig á milli staða á meðan á tónleikum stendur, t.d. fylgst með frá orgelloftinu.  Skoðunarferð um orgelið í lok tónleika.

Aðgangseyrir kr. 1.500,-