Sunnudagurinn 14. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Þar syngja barnakórar kirkjunnar undir stjórn Heimis Bjarna Ingimarssonar. Kór Lundarskóla, undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur, kemur og syngur fyrir okkur. Konni kirkjufugl mætir á svæðið og bregður á leik og krakkar úr TTT-starfinu ætla að aðstoða við hátíðina. Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.
Að aðventuhátíðinni lokinni verður boðið upp á kakó og piparkökur í Safnaðarheimilinu, einnig verðu hægt að föndra og lita. Allir hjartanlega velkomnir.

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17.00 og 20.00.
Að venju er fyrri hluti þessara vinsælu tónleika helgaður fallegum jólalögum í flutningi kórsins, tónleikagestir taka svo undir með kórnum í vel þekktum jólalögum í seinni hlutanum. Heiðdís Norðfjörð les fallega jólasögu.
Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Daníel Þorsteinsson, Hörð Áskelsson, Johann Eccard, Felix Mendelssohn og fleiri.
Einsöngvari er Halla Jóhannesdóttir, Kolbrún Inga Jónsdótti syngur yfirrödd.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson.
Aðgangur er ókeypisog allir velkomnir.