Altaristafla í kapellu Akureyrarkirkju

Ný altaristafla var vígð í kapellu Akureyrarkirkju, sunnudaginn 21. desember. Hún er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, myndlistarmann og Akureyring og gefin af Kvenfélagi Akureyrarkirkju.
Myndin er af Móðurinni með barnið, eða Maríu með Jesúbarnið, í norðlenskri sveit, Glerárdalur með Eyjafjarðarívafi.
Altaristaflan var vígð við athöfn sem sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur, flutti og greindi frá innri merkingu verksins.