Opið hús hjá Samhygð

Næstkomandi fimmtudag, 11. desember kl. 20.00, verður opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.
Skúli Viðar Lórenzson flytur erindið ,, Streitan, kærleikurinn og jólin".
Allir eru hjartanlega velkomnir.