Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu

Á foreldramorgni í Safnaðarheimilinu næstkomandi miðvikudag, 27. janúar, kemur Tinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari og kynnir ungbarnasund og mömmuþrek en hún hefur umsjón með báðum námskeiðunum. Þetta er notaleg og góð samvera fyrir foreldra og ungbörn. Gott tækifæri til að hittast og spjalla og leyfa börnunum að leika sér og hitta önnur börn. Umsjón með foreldramorgnum hefur Ásrún Ýr Gestsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar með ungbörn hjartanlega velkomnir.