Nýtt krílasálmanámskeið að hefjast

Þriðjudaginn 19. janúar hefst nýtt Krílasálmanámskeið í kapellu Akureyrarkirkju. Námskeiðið er ætlað foreldrum 3-12 mánaða ungbarna og markmiðið er að kenna foreldrum hvernig nota má tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra. Kennd eru ýmis lög og leikir og lögð áhersla á tengsl snertingar, söngs og hreyfingar. Raddir foreldranna eru þær fyrstu sem ungbörn læra að þekkja og það veitir þeim öryggi og ánægju að heyra þær. Sönghæfileikar skipta því engu máli í þessu samhengi en málið snýst fyrst og fremst um að rækta tengsl foreldris og barns! Á námskeiðinu er notast við þekkt barnalög, leiki og þulur en einnig kynnt tónlist til hlustunar og leikið með hljóðfæri. Námskeiðið er tvisvar í viku, 45 mínútur í senn, á þriðjudögum og á föstudögum kl. 10:30 og er þátttökugjald kr. 4000 fyrir sex skipti. 


Skráning og nánari upplýsingar veitir Sigrún Magna í síma 820-7447, einnig má senda tölvupóst á netfangið sigrun@akirkja.is