Leikhúsið 10 fingur í Akureyrarkirkju


Þann 1. desember kl. 16.00 kemur leikhúsið 10 fingur í heimsókn í Akureyrarkirkju með sýninguna Jólaleikur.
Það er Helga Arnalds sem stýrir leikhúsinu og hafa sýningar leikhússins hlotið almenna viðurkenningur fyrir fallegt handbragð og hugvitsemi í leikbrúðugerð. Helga hefur hannað leikmyndir, brúður og grímur fyrir hin ýmsu leikhús og sjónvarp. Jólaleikur er falleg og skemmtileg útfærsla á jólaguðspjallinu þar sem mikil áhersla er á þátttöku barnanna. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.