Samvera eldri borgara

Fimmtudaginn 2. desember er samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst hún kl. 15.00.
Óskar Pétursson kemur og syngur einsöng. Yngri barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Kaffi og kökur kr. 700.

Bíll fer frá eyrinni, Hjalteyrargötu 10 (SBA) kl. 14.05, Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.