Hundrað ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar

Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar, söngstjóra og organista við Akureyrarkirkju. Jakob var skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri 1950-1974 og jafnframt kennari við skólann. Hann var í mörg ár stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar og Söngfélagsins Gígjunnar. Þá var hann tónskáld og útsetjari og eftirsóttur undirleikari. Jakob var orgelleikari Akureyrarkirkju nær samfellt frá 1941 til 1983 og stjórnaði Kór Akureyrarkirkju áratugum saman. Hann lést þann 13. mars árið 1999.