11.01.2007
Á sunnudaginn verður helgistund í kirkjunni kl. 11. Kór Akureyrarkirkju leiðir söng. Kiwanismenn lesa ritningarlestra. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir. Um kvöldið kl. 20:30 verður svo kvöldmessa með léttri tónlist. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Allir velkmnir!