Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

Mikill söngur, líf og fjör verður í fjölskylduguðsþjónustunni næsta sunnudag. Að venju munu barnakórarar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Lítill drengur verður skírður og samgleðjumst við honum og fjölskyldu hans. Og síðan ætla nokkrir krakkar úr TTT (10-12 ára) að aðstoða við hugleiðingu dagsins.  Allir eru velkomnir í fjölskylduguðsþjónustu, ungir sem gamlir, stuttir og stórir...