Fréttir

Góð stemning á göngunni til Emmaus!

Námskeiðið ,,Emmaus" hófst formlega í kirkjunni í gærkvöldi og heldur áfram næstu fimmtudagskvöld í mars.Góður hópur var mættur til leiks, naut fræðslu og skiptist á skoðunum.

Messa á þriðja sunnudegi í föstu

Messa verður á sunnudaginn kl.11.Altarisganga.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.Fulltrúar úr sóknarnefnd kirkjunnar lesa ritningarlestra og taka á móti fólki í kirkjudyrum.

Bibliubrúður verða til!!

Um síðustu helgi litu 12 "heimagerðar" biblíubrúður dagsins ljós.Á föstudagkvöldinu hófst brúðugerðanámskeið í í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í umsjá Reginu Þorsteinsson.

Lokasprettur fermingarfræðslunnar

Fræðslusamverur með fermingarbörnum hafa verið síðdegis á þriðjudögum í vetur.Fræðsluefnið ,,Guðað á glugga" er byggt á myndefnum í gluggum kirkjunnar sem sýna helstu atburði úr lífi og starfi frelsarans ásamt því að varpa upp glefsum úr íslenskri kirkjusögu.

Hátíðarmessa við lok Kirkjuviku

Á sunnudaginn verður hátíðarmessa kl.14.Sr.Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, prédikar.Kór Akureyrarkirkju syngur við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar, organista.

Emmausför hefst 9. mars

Námkeiðið Emmaus hefst í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9.mars.Kjörið tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka þekkingu sína og kynnast kristinni trú frá nýju sjónarhorni.

Föstuvaka á miðvikudagskvöld

Árleg föstuvaka verður í Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 8.mars kl.20.30.Lesnir verða textar frá ólíkum tímum í anda föstunnar og einnig er Litanían sungin.Kór Akureyrarkirkju leiðir söng og Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, syngur einsöng.

Gunnar Hersveinn flytur erindi

Rithöfundurinn og heimspekingurinn Gunnar Hersveinn flytur erindi í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, þriðjudag, kl.20.Erindið ber yfirskriftina ,,Uppeldi og dyggðir" og að því loknu verða almennar umræður og fyrirspurnir.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 3.mars 2006

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim.Hann var fyrst haldinn árið 1887 og síðan 1964 hefur hann verið haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Hæfileikakeppni ÆFAK

Enginn er góður í öllu, en allir eru góðir í einhverju! Í gærkvöldi hittust unglingarnir í æskulýðsfélagi kirkjunnar á hæfileikakvöldi félagsins.Guð gefur okkur öllum hæfileika á einhverju sviði.