Alþjóðlegur bænadagur kvenna 3.mars 2006

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim. Hann var fyrst haldinn árið 1887 og síðan 1964 hefur hann verið haldinn hátíðlegur á Íslandi. Bænasamkoma verður í Akureyrarkirkju í kvöld kl.20.00. Yfirskrift alþjóðlegs bænadags kvenna árið 2006 er ,,Tákn tímanna" og kemur efnið frá Suður-Afríku. Samkomur eru haldnar í heimahúsum, undir berum himni...

 Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim. Hann var fyrst haldinn árið 1887 og síðan 1964 hefur hann verið haldinn hátíðlegur á Íslandi. Bænasamkoma verður í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.00 og kaffi sopi á eftir.
Yfirskrift alþjóðlegs bænadags kvenna árið 2006 er ,,Tákn tímann og kemur efnið frá Suður-Afríku. Samkomur eru haldnar í heimahúsum, undir berum himni, í litlum kirkjum og stórum dómkirkjum og í alls konar veðráttu. Sömu bænir og lofsöngvar eru sungnir um allan heim og ritningarlestrar lesnir.

Margir söfnuðir taka þátt í að undirbúa daginn. Konur úr Aðventistasöfnuðinum á Akureyri, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni, Kaþólsku kirkjunni, KFUK,Kristniboðsfélagi kvenna og Þjóðkirkjunni hafa undirbúið bænasamkouna í kvöld. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, konur og karlar.