Góð stemning á göngunni til Emmaus!

Námskeiðið ,,Emmaus" hófst formlega í kirkjunni í gærkvöldi og heldur áfram næstu fimmtudagskvöld í mars. Góður hópur var mættur til leiks, naut fræðslu og skiptist á skoðunum. Sköpunin var í brennidepli og sérstaklega var rætt um hlutverk manneskjunnar í sköpunarverkinu. ,,Hvað felst í því að vera skapaður í Guðs mynd?". Þetta var ein þeirra spurninga sem hópurinn glímdi við. Og áfram heldur glíman, ,,Emmausgangan", og vel verður tekið á móti nýjum göngufélögum næsta fimmtudag! Umsjón með námskeiðinu hafa prestar Akureyrarkirkju og héraðsprestur Eyjafjarðarprófastsdæmis.